Fréttatilkynning frá Flóru Akureyri.

Við fögnum fimm nýjum bókverkum í Pastel ritröð. Höfundar að þessu sinni eru Áki Sebastian Frostason hljóðlistamaður, Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur, Haraldur Jónsson myndlistamaður, Jónína Björg Helgadóttir myndlistamaður og Þórður Sævar Jónsson rithöfundur.

Við fögnum verkum þeirra sem hér segir:

Laugardaginn 7. desember klukkan 13-14 útgáfuhóf í Flóru á Akureyri

Sunnudaginn 8. desember klukkan 14.30-15.30 upplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Verkin eru númer 15-19 í Pastel ritröð, sem er samstarfsverkefni listamanna á vegum menningarstaðarins Flóru á Akureyri. Hvert verk er aðeins gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Listamennirnir koma flestir sjálfir fram í Flóru og í Alþýðuhúsinu með eigin verk og verða líka á staðnum til skrafs og ráðagerða.
Hófin eru öllum opið og er enginn aðgangseyrir.
Bókverkin verða til sýnis og sölu á staðnum.

Útgáfuhóf, upplestrar og aðrir liðir í menningarverkefninu Pastel ritröð eru fjármagnaðir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Menningarsjóði Akureyrarbæjar, Ásprenti, listamönnunum sjálfum og Flóru á Akureyri.

Aðsent.