Pestójólatré

2 rúllur ferskt smjördeig
1 lítil krukka pestó
1 upphrært egg
maldonsalt

Rúllið annarri smjördeigsrúllunni út á ofnplötu. Smyrjið pestó yfir og leggið hina smjördeigsrúlluna yfir. Þrýstið saman þannig að ekkert loft sé á milli. Skerið út jólatré og skerið síðan lengjur upp jólatréð sem er síðan snúið til að mynda greinar.

Penslið jólatréð með upphrærðu eggi og stráið maldonsalti yfir. Bakið við 200° á blæstri í um 10-12 mínútur eða þar til jólatréð er orðið loftkennt og hefur fengið fallegan lit.

Berið strax fram. Gestirnir brjóta greinar af trénu og borða eins og stangir.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit