Píeta samtökin opna útibú á Akureyri í sumar.

Á heimasíðu samtakanna segir að „Píeta samtökin veiti fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri.

Auk þess að veita fólki með sjálfsvígshugsanir aðstoð bjóða Píeta samtökin einnig þeim hafa misst ástvin eða búa með einstaklingi í sjálfsvígshættu upp á stuðning.“Nánari upplýsingar um Píeta samtökin má finna á pieta.is

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717 og netspjallið 1717.is.

Einnig er hægt að hringja í síma Píeta samstakanna sem er opinn allan sólarhringinn s: 552-2218 eða hafa samband við 112.