Nýtt áhugavert podcast sem nefnist Legvarpið hefur hafið göngu sína og fjallar um ýmis mál tengd barneignarferlinu, ljósmæðrastörfum og kynheilbrigði.
Það eru ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk Margeirsdóttir og Sunna María Helgadóttir sem eiga veg og vanda af þáttunum og eru þættirnir aðgengilegir á Spotify undir nafninu Legvarpið.
Í nýjasta Legvarpinu spjölluðu þær um tabúið mikla, píkuna. Þær fara yfir orðræðuna, bleika skattinn og píku-pólitík og taka hlustendur í æsispennandi dróna-útsýnisferð um hin mögnuðu kynfæri kvenna.
Þær fara yfir uppsetningu og virkni píkunnar og er umræðan stútfull af ótrúlegum staðreyndum og sögum sem margir tengja við. Þessi þáttur gagnast öllum þeim sem eru með píku, eiga einhver samskipti við hana eða eru almennt forvitnir um þetta magnaða líffæri sem hefur verið haldið úti í kuldanum of lengi.
Hlusta á þáttinn: Hér