Portúgalskur saltfiskréttur og ávextir með hrákremi í eftirmat

  • 600 g saltfiskur, soðinn og skorinn í bita (passið að hafa fiskinn ekki of saltan)
  • 600 g kartöflur, soðnar og skornar í bita
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 rauð paprika
  • 100 g smjör
  • 3 msk olía
  • 1 stk Gull ostur, skorinn í bita
  • 1 poki gratín ostur
  • 1 askja kokteil tómatar

Byrjið á að sjóða fiskinn í einum potti og kartöflurnar í öðrum. Skerið fiskinn og kartöflurnar í bita og leggið til hliðar.

Hakkið lauk, papriku og hvítlauk. Bræðið smjör og olíu á pönnu og mýkið laukinn, paprikuna og hvítlaukinn.

Bætið fiskinum, kartöflunum og Gull ostinum saman við. Setjið blönduna í eldfast mót, stráið gratín ostinum yfir og að lokum kokteiltómötum sem hafa verið skornir til helminga. Bakið í 15 mínútur við 180°.

Hrákrem

  • 3 eggjarauður
  • 3 msk flórsykur
  • 5 dl rjómi

Þeytið eggjarauður og flórsykur saman í skál. Þeytið rjómann í annari skál. Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann. Berið fram með ferskum ávöxtum.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit