Rabbabarabaka með vanillu

  • 3 rababarar (ca 30 cm að lengd)
  • 1 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk kartöflumjöl

Deig

  • 2 dl hveiti
  • 1 dl haframjöl
  • 4 tsk sykur
  • 150 g smjör
  • 1 tsk vanillusykur
  • sýróp (ég notaði ljóst sýróp sem kemur í brúsum, mjög þægilegt að sprauta beint úr flöskunni yfir bökuna)

Hitið ofninn í 200°. Skerið rababarann í ca 1 cm stóra bita. Smyrjið eldfast mót með smjöri og setjið rababarann í botninn á mótinu. Blandið sykri, vanillusykri og kartöflumjöli saman og stráið yfir rababarann.

Degið: Setjið hveiti, haframjöl, sykur, vanillusykur og smjör í skál og vinni saman þar til það myndast gróf mylsna. Dreifið henni yfir rababarana og endið á að láta sýróp í mjórri bunu yfir bökuna (það á ekki að þekja hana alla). Bakið í um 25 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið gylltan lit og rababarinn er orðinn mjúkur.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit