Aðalheiður Sigurðardóttir. Mynd/Sveitarfélagið Skagafjörður

Starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar var auglýst laust til umsóknar í júní. Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið.

Aðalheiður er tengslaráðgjafi og hefur undanfarin ár rekið eigið fyrirtæki sem kallast Ég er Unik. Í gegnum fyrirtækið hefur hún boðið upp á fyrirlestra fyrir foreldra, skólafólk og á ráðstefnum um velferð barna bæði á Íslandi og í Noregi með það að markmiði að auka skilning, skapa samkennd og veita þátttakendum gagnleg verkfæri til þess að hjálpa börnum.

Aðalheiður hefur störf sem ráðgjafi og tengiliður farsældar þann 1. september.