Rafmagn er komið á öll hús á Siglufirði og í hluta húsa Ólafsfjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er unnið hörðum höndum að koma rafmagni á og setja upp nauðsynlegt varaafl. Allar vélar Skeiðsfossvirkjunar eru komnar í lag.
Heitt vatn er komið í öll hús á Siglufirði en húseigendum er bent á að tappa af lofti sem kann að hafa myndast í ofnakerfi húsanna.
Að gefnu tilefni eru íbúar Fjallabyggðar vinsamlegast beðnir um að fara sparlega með rafmagnið eins og kostur er og taka til dæmis jólaskreytingar úr sambandi og annað það sem ekki er bráð nauðsynlegt.
Fært er um Ólafsfjarðarmúla og verið að moka veginn um Almenninga.
ATH! Ný aðföng munu berast í verslanir Kjörbúðarinnar í Ólafsfirði og á Siglufirði í fyrramálið.