Starfsfólk Húss Frítímans hefur þurft að hugsa út fyrir kassann síðustu dagana til þess að geta haldið úti starfsemi í húsinu á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 eru í gildi.

Sama staða var reyndar uppi í vor þegar þurfti að loka en þá var brugðið á leik með því að bjóða uppá rafrænar opnanir, reyndar með öðru sniði en nú er verið að bjóða uppá. Þá fengu unglingarnir verkefni/þrautir til að leysa, þar sem áhersla var lögð á virkni allra á heimilinu og eins á hreyfingu.

Nú er hins vegar verið að bjóða uppá opnanir í beinu streymi þar sem ýmislegt hefur verið brallað. Megináherslan hefur verið á starf hjá 8.-10. bekk þar sem “opnanir” hafa verið þrjú kvöld í viku en auk þess hefur einnig verið boðið uppá bakstur og bingó í beinni fyrir alla fjölskylduna.

Það sem unglingarnir hafa verið að bralla er meðal annars rafræn Halloween skemmtun, leikjakvöld (Among us), bakstur og bingó í beinni. Þátttaka hefur verið mjög góð eða á bilinu 30-50 á hverjum viðburði.

Áframhald verður á þessum opnunum á meðan takamarkanirnar gilda en dagskrá Hússins er að finna á fésbókarsíðu Húss frítímans

Skoða á skagafjordur.is