- ALLIR sem nota brautina þurfa að vera með hjálm.
- Eingöngu eru leyfð reiðhjól, hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar í brautinni. Á skólatíma eru reiðhjól ekki leyfð.
- Vélknúin ökutæki eru stranglega bönnuð.
- Það er bannað að ýta við eða setja hindrun í veg fyrir notanda.
- Reynið að forðast það að stoppa í brautinni, ef þið stoppið farið stystu leið út úr brautinni.
- Yngri börnum og byrjendum skal gefið gott rými til að ná tökum á brautinni áður en reyndari notendur fara af stað. Byrjendur og þeir sem fara hægar yfir hafa alltaf forgang í brautinni og skal sýnd þolinmæði.
- Mælt er með að börn undir 10 ára aldri séu í fylgd eldri forráðamanna.
- Það er bannað að taka framúr í brautinni.
- Það eru hámark 4 notendur í braut á sama tíma.
(Ef margir bíða miðast hámarks brautartími hvers við 3 hringi og skal sá fara aftast í röðina)
- Notið rampinn til að fara inn og út úr brautinni.
Það er bannað að standa eða leggja hjól eða annað við inngangs og útgangs rampinn.
- Ef þessum reglum er ekki sinnt þá verður brautinni lokað og hún mögulega fjarlægð. Við berum öll ábyrgð á að notendur fylgi reglunum.
- Tilkynnið alvarleg brot á reglum til næsta foreldris og í framhaldi til skrifstofu Dalvíkurbyggðar / íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
- Tilkynnið skemmdir í braut til skrifstofu Dalvíkurbyggðar / íþrótta- og æskulýðsfulltrúa (460-4900)
- Ef um alvarlegt slys er að ræða hringið í 1-1-2.
Mynd: Dalvíkurbyggð