Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gerður verði rekstrarsamningur við Kaffi Klöru ehf. í Ólafsfirði um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar til næstu þriggja ára.
Kaffi Klara ehf. hefur reynslu af rekstri tjaldsvæða Fjallabyggðar en félagið hefur rekið, farsællega, öll tjaldsvæðin í Fjallabyggð síðastliðin þrjú ár. Þá hefur Kaffi Klara rekið Upplýsingamiðstöð ferðamanna síðustu ár á Kaffi Klöru og veitingahúsið síðan árið 2016 í Ólafsfirði.
Tjaldsvæðið verður opnað miðvikudaginn 11. maí nk. og verður opið til 15. október.
Mynd: fjallabyggd.is