Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að veita Fimleikasambandi Íslands 5 m.kr. af ráðstöfunarfé vegna Evrópumótsins í hópfimleikum.
Evrópumótið verður haldið í Lúxemborg 14. – 17. september nk. Fimleikasambandið ætlar að vekja athygli á mótinu og skapa gott andrúmsloft fyrir íslenska áhorfendur á mótsstað.
Fyrirhugað er að setja upp aðstöðu í Smáralind þar sem sýnt verður frá mótinu og fimleikar kynntir gestum og gangandi. Þá stendur til að vera með svæði fyrir íslenska áhorfendur í Lúxemborg þar sem boðið verður upp á skemmtidagskrá.