Eftir afar vel heppnað bókmenntakvöld á aðventunni verður aftur blásið til menningarveislu á Hótel Siglunes, þegar rithöfundar og gestir koma saman í notalegri stemningu í skammdeginu.

Þrír rithöfundar heiðra Siglfirðinga að þessu sinni með nærveru sinni og upplestur úr nýlegum og athyglisverðum skáldsögum. Joachim B. Schmidt les upp úr bókinni Ósmann, sem er byggð á ævi Jóns Magnússonar, ferjumanns í Skagafirði, og dregur upp lifandi mynd af lífi og örlögum manns á jaðri samfélagsins.

Ester Hilmarsdóttir les upp úr skáldsögunni Sjáandi, þar sem ástin og tengsl mannsins við náttúruna eru í forgrunni á tímum sveitarsíma og förukvenna. Þá kynnir Sæunn Gísladóttir sína fyrstu skáldsögu, Kúnstpása, þar sem líf og örlög tveggja ungra kvenna á ólíkum tímum fléttast saman á áhrifaríkan hátt.

Dagskráin hefst með fordrykk og upplestri klukkan 18.30, föstudaginn 30. janúar. Í kjölfarið er boðið upp á marokkóska veislu og á milli rétta gefst gestum tækifæri til að spyrja rithöfundana spjörunum úr og eiga notalegar samræður um bókmenntir og sköpun.

Verð á bókmenntakvöldið er 10.900 krónur á mann og hentar viðburðurinn jafnt bókmenntaaðdáendum sem öllum áhugasömum sem vilja ylja sér í góðum félagsskap. Skráning fer fram í gegnum viðburðarsíðu skipuleggjenda hér. Einnig er boðið upp á gistingu í tengslum við kvöldið og fara bókanir fram á netfanginu info@hotelsiglunes.is.

Facebook viðburður hér.