Rjúpnaveiðitímabilið hófst 1. nóvember og stendur til 30. nóvember næstkomandi.

Leyft er að veiða alla daga vikunnar nema miðvikudaga og fimmtudaga.

Veiðidagar eru 22. Allir með lögheimili á Íslandi og tilskilin leyfi geta veitt rjúpu á þjóðlendum og á afréttum utan landareigna lögbýla.

Aðeins má veiða á eignarlöndum með leyfi landeiganda. Bannað er að nota vélknúin farartæki við veiðarnar en aka má á vegum og merktum slóðum til og frá veiðilendum.

 

Sölubann er á rjúpum og rjúpnaafurðum nú sem fyrr.