Á laugardögum í vetur verður fótbolta gerð góð skil á FM Trölla. Þátturinn Rokkboltinn verður á dagskrá frá kl 14:00 – 16:30 og mun útvarpsmaðurinn geðþekki Andri Hrannar Einarsson sjá um þáttinn.
Fylgst verður með fótbolta víðsvegar að um heiminn en þó mun enski boltinn verða í fyrirrúmi og mun Andri fylgjast með þeim leikjum sem eru í gangi og upplýsa hlustendur um stöðu og atburði sem kunna að gerast. Þá verður kíkt á fréttir úr fótboltaheiminum og slúðrið verður á sínum stað.
Tónlistin sem uppá verður boðið í þættinum verður Rokk og ról og geta hlustendur haft samband við Andra og beðið um óskalög.
Fyrsti þáttur vetrarins verður í dag, laugardaginn 1. október
Ekki missa af því.