Rótarýklúbburinn í Ólafsfirði hefur um árabil verið ötull við að fegra bæinn og styrkja fjölbreytt verkefni samfélaginu til heilla. Nú hefur klúbburinn lagt fram beiðni í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar um að setja myndir á skíðastökkpallinn í Ólafsfirði.
Nefndin tók vel í erindið og fól sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Á forsíðumynd má sjá félagsmenn Rótarýklúbbsins sem í vor lögðu sitt af mörkum til fegrunar bæjarins þegar þeir máluðu meðal annars skíðastökkpallinn.
Forsíðumynd/Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar