Söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra
Samkv. sorphirðudagatali er áætlað að söfnunin fari fram vikuna 12-16 apríl nk. Þeir bændur sem vilja láta taka hjá sér rúlluplast vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is, sem fyrst og fyrir 16. apríl nk.
Svo að plastið sé hæft til endurvinnslu þá er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti. Svart plast verður að flokka sér.
Frekari upplýsingar gefa starfsmenn Terra hf. Skagaströnd.
Rúlluplast sem komið er með í Hirðu skal vera hreint og án aðskotahluta og komið með á opnunartíma. Lúgur á girðingu eru ekki ætlaðar fyrir rúlluplast.