Fréttatilkynning frá HSN Fjallabyggð.

Heimsóknir verða leyfðar á hjúkrunar- og sjúkradeild HSN Fjallabyggð frá og með 4. maí næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

  1. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
    a. Þú ert í sóttkví
    b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
    c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
    a. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  2. Heimsóknartími er frá: kl 13-14, 14-15, 15-16. Hver íbúi má fá eina klukkustundar langa heimsókn í viku.
  3. Hafið samband Sigurð deildarstjóra á HSN Fjallabyggð og pantið heimsóknartíma.
    Heimild til heimsókna, einu sinni í viku er veitt frá 4. maí. Ef vel gengur í baráttunni við veiruna, verður tíðni heimsókna aukin.
  4. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningar appi almannavarna Rakning C-19 fyrir 4. maí
  5. Gefið ykkur fram við móttökuritara við komu (um helgar hringið í hjúkrunarfræðing á deildinni í síma 893.3174). Hinkrið eftir starfsmanni á stigapalli framan við deildina, hann fylgir ykkur til íbúa. Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.
  6. Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk.
  7. Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  8. Almennt er ekki gert ráð fyrir að börn og ungmenni (yngri en 14 ára) komi í heimsókn. Börn (14-18 ára) geta komið í heimsókn ef þau eru nánasti aðstandandi og koma þá einsömul.
  9. Ein heimsókn í viku og þurfa aðstandendur að koma sér saman um hver heimsækir þá vikuna.

Hér fyrir neðan má sækja “Rakning C-19” appið.

App storeGoogle play