Snúðar

  • 2 pakkar þurrger
  • 350 gr smjör
  • 10 dl nýmjólk
  • 4 dl sykur
  • 2 tsk góður vanillusykur
  • smá salt
  • 2,5 – 3 lítrar hveiti

Fylling

  • 5 eggjarauður
  • 2-3 dl sykur
  • 300 gr smjör við stofuhita
  • 4 tsk góður vanillusykur

Bræðið smjör og bætið síðan mjólkinni í pottinn og hitið að 37°. Setjið gerið í skál og hellið hluta af mjólkurblöndunni yfir og leyfið gerinu að taka við sér.  Bætið restinni af mjólkurblöndunni saman við ásamt hveiti, sykri, salti og vanillusykri. Passið að setja ekki of mikið hveiti því þá verða snúðarnir þurrir.  Leyfið deiginu að hefast á hlýjum stað í ca 1 klst. Ef þú gerir hálfa uppskrift dugar að leyfa því að hefast í 30 mínútur.

Á meðan deigið er að hefast getur þú gert fyllinguna. Hrærið saman eggjarauðum, sykri, vanillusykri og smjöri við stofuhita. Það má líka byrja að raða formum á ofnplötu.

Þegar deigið hefur hefast er því skipt í 4-6 hluta. Fletjið einn hluta út í einu, smyrjið á hann vanillukreminu og alls ekki spara það, snúðarnir verða bara gómsætari með vel af fyllingunni. Rúllið deiginu upp, skerið í sneiðar og leggið í formin. Leyfið snúðunum að hefast í ca 30-40 mínútur. Það er mikilvægt að leyfa þeim að hefast þennan tíma til að þeir verði léttir í sér.

Rétt áður en snúðarnir fara í ofninn eru þeir penslaðir með hrærðu eggi og stráð perlusykri yfir. Bakið í 200-225° heitum ofni í ca 10-12 mínútur.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit