Sætkartöflu pizzabotn (uppskriftin gefur einn stóran botn) – uppskrift frá Pinch of Yum
- 1 meðalstór sæt kartafla
- ⅔ bolli haframjöl
- 1 egg
- ½ tsk salt
- krydd eftir smekk (má sleppa)
Hitið ofn í 200°. Setjið sætu kartöfluna og haframjölið í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til blandan er orðin fín. Bætið eggi og kryddum (séu þau notuð) saman við og látið vélina taka nokkra snúninga í viðbót til að allt blandist vel.
Setjið blönduna á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og mótið pizzabotn sem er 0,5 – 1 cm á þykkt. Bakið í 25-30 mínútur, eða þar til botninn er þurr viðkomu.
Takið pizzabotninn úr ofninum, látið hann kólna og setjið hann síðan aftur á bökunarpappírsklædda bökunarplötuna en nú með þurru hliðina (sú sem hafði snúið upp í ofninum) niður. Takið bökunarpappírinn varlega af, penslið yfir botninn með ólífuolíu og bakið í 5-10 mínútur til viðbótar til að fá stökkan botn.
Setjið sósu, álegg og ost yfir pizzubotninn og bakið þar til osturinn hefur bráðnað.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit