Sunnudagurinn 14. febrúar n.k. er Valentínusardagur.

Sunna veitingastaður og Sigló hótel á Siglufirði auglýsa glæsilegt tilboð í tilefni Valentínusardagsins 14. febrúar:

Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á Sunnu og gisting með morgunverði á Sigló hóteli fyrir aðeins 29.900 Kr.

Síminn hjá Sigló hóteli og Sunnu veitingastað: 461-7730

Valentínusardagurinn, einnig nefndur Valentínsdagur, er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert.

Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld.

Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusar kort fylgja með. Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.

Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp.