Oft hefur slæmt ástand á Vatnsnesvegi í Húnaþingi vestra verið í umræðu manna á milli og í fjölmiðlum á liðnum árum.
Nú líður senn að haustönn skólabarna og þurfa allmörg skólabörn í Húnaþingi vestra að fara Vatnsveginn sem oft á tíðum er illfær og litlar úrbætur í augnsýn.
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir íbúi á Vatnsnesi vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni á dögunum.
“Það verður gaman fyrir skólabörnin að ferðast um Vatnsnesveginn í haust.
Sagði Innviðaráðherra ekki örugglega áfram veginn?
Honum er boðið hér með að keyra þennan veg bæði áfram og aftur á bak ef hann vill.
Ég vil árétta enn á ný að samkvæmt nýrri samgönguáætlun eiga börn eftir að keyra þennan veg alla sína skólagöngu áður en til gagngerra endurbóta kemur”.
Mynd/Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir