Matvælastofnun varar við neyslu á SFC Boneless Bucket kjúklingabitum vegna salmonellumengunar. Aðföng sem flytur inn kjúklingabitana hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar frá Bretlandi í gegnum Infosan alþjóðaviðvörunarkerfi matvælastofnana og heilbrigðiseftirlitið hafði einnig fengið upplýsingar frá Aðföngum.

Dreifingaraðili á Boneless Bucket kjúklingabitum eru Hagkaupsverslanir um allt land.

Mynd/aðsend