Í gær, mánudaginn 24. febrúar, birtist samantekt yfir það sem hæst bar í starfi Tónlistarskólans á Tröllaskaga árið 2019.
Skólinn er rekinn í samstarfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar, og með stofnun hans voru sameinaðir tónlistarskólarnir á Siglufirði, í Ólafsfirði og á Dalvík.
Mikil gróska og gott starf fer fram í skólanum, sem er með starfsstöðvar í öllum áðurnefndum byggðakjörnum.
Á myndinni er Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðstoðarskólastjóri á Dalvík.
Samantektina má sjá á vefsíðu skólans hér.