Listamennirnir Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson halda samsýningu á vegum „FRJÓ LISTAHÁTÍÐAR“ á SIGLUFIRÐI dagana 15.-20. júlí 2022.
Sýningin ARCTICGLASS er haldin á Eyrargötu 27A, Siglufirði, nýopnaðri vinnustofu og gallerí.
Pia Rakel Sverrisdóttir sýnir stærri innsett glerverk og minni verk í endurunnu gleri og Kristján Jóhannsson myndskreytingar, s.s. bókakápumyndir og vatnslitaverk.
Opið alla dagana frá kl 14.00 – 17:00
Pia Rakel Sverrisdóttir
Hún fæddist í Skotlandi árið 1953 og af finnsk íslenskum uppruna. Á yngri árum sínum flutti hún til Íslands og bjó þar fram að tvítugu. Pía fór til náms 1973-78 á Kunstakademiets Arkitektskole i Kaupmannahöfn.
Ferill hennar, sem glerlistamaður byrjaði í Danmarks Designskole 1979-81.
Hún starfaði vid hönnun og listsköpun í 4 ár hjá Holmegårds Glasværker 1985-89.
Hún hefur gert fjölda glerverka i byggingum, bæði fyrir einka- og opinbera aðila, m.a. í samstarfi við arkitekta.
Meðal stórra verefna voru verk fyrir Velux Glerverksmiðjurnar,sem eru staðsettar um allan heim. 1998-2018.m.a. Ástralíu, Kína, Rússland, Kanada og mörg Evrópulönd.
Á árunum 1999-2002 stýrði Pía endurvinnsluverkefni á gluggagleri sem stutt var af Umhverfisráðuneyti Danmerkur.
Pia var með verkstæði í um 30 ár á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir gestavinnustofudvöl í Herhúsinu 2015 hefur hún einnig verið með vinnustofu og heimili á Siglufirði. Má þess geta í því sambandi, að Pía kom hingað á sumrin sem barn,þangað til síldarævintýrið stoppaði.
Nálægðin við náttúruna á Íslandi, skriðjöklar,vatn og ís birtast oftast í verkum hennar ásamt geometrískum formum og táknum úr norrænum sögnum. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum sýningum hérlendis og erlendis í 40 ár.
Pía keypti neðri hæðina á Eyrargötu 27A síðasta haust og opnaði nýlega vinnustofu og gallerí i fremsta hlutanum. Á samsýningunni með Kristjáni sýnir hún stærri glerverk og innsetningar og einnig nytjalist í endurvinnslugleri.
email: piarakel.s@gmail.com
Kristján Jóhannsson
Hann er fæddur 21.maí 1949 á Sauðarárkróki. Stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands frá 1969-1974 og útskrifaðist úr kennaradeild.
Starfaði við Garðaskóla í Garðabæ 1974-1982, Myndlistaskóla Akureyrar 1982-2006 og Grunnskóla Siglufjarðar 2006-2017. Auk þess verið gestakennari við Kunstskolen í Nuuk á Grænlandi 1999 og eftirfarandi verið með verkefni í Brattahlíð í Suður-Grænlandi, í tengslum við 1000 ára afmælis landfunda Leifs Heppna í Ameríku.
Kristján hefur myndskreytt fjöldann allan af bókakápum í áraraðir,áður en tölvuvæðingin tók yfir, fengist við leiktjaldamálun og leikmunagerð fyrir Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Reykjavíkur og unnið leikmynd fyrir Íslenska Dansflokkinn.
Það má einnig nefna, að hann er með í stjórn Herhúsafélagsins, sem hefur rekið gestavinnustofu fyrir listamenn í mörg ár á Siglufirði.
Kristján flutti fyrir nokkrum árum tilbaka til Siglufjarðar og býr í húsi fyrrum foreldra við Grundargötu.
Hér á samsýningunni með Píu Rakel verða sýndar valdar upprunalegar myndir bókakápuskreytinganna. Blönduð tækni ásamt úrvali af vatnslitamyndum.
Netfang: stjani.johannsson.com
Aðsent