
Eins og í fyrra hefur listakonan Sara Jóna Emelía, sem búsett er í Skagafirði gefið út glæsilegu tækifæriskortin sín fyrir árið 2021.
Sara hefur sýslað við ýmislegt handverk í gegnum árin, málað vatnslitamyndir og kort.
Kortin er hægt að nota sem jóla- og allskonar tækifæriskort. Einnig er hægt að ramma myndirnar inn og njóta uppi á vegg.
Sara hefur einnig verið að mála litlar myndir/seríur “Náttúra í nærmynd” og stærri málverk.
Hægt er að skoða verk Söru og hafa samband við hana á facebooksíðu Jökulhrafn Art, einnig er hún með kortin til sölu í Gúttó á Sauðárkróki.
Eins og sjá má á myndunum hér að neðan eru kortin Söru litrík og falleg, hægt að nota þau við öll tækifæri allt árið um kring.
