Listakonan Sara Jóna Emelía sem búsett er í Skagafirði hefur sýslað við ýmislegt handverk í gegnum árin.
Hún hefur verið að mála vatnslitamyndir og kort. Kortin er hægt að nota sem jóla- og allskonar tækifæriskort. Einnig er hægt að ramma myndirnar inn og njóta uppi á vegg.
Myndirnar eru 8 saman í pakka með umslögum og kosta 4.000 kr., stakar myndir eru á 1.000 kr. Sent er frítt um allt land.
Sara hefur einnig verið að mála litlar myndir/seríur “Náttúra í nærmynd” og stærri málverk.
Hægt er að skoða verk Söru og hafa samband við hana á facebooksíðu hennar Jökulhrafn Art.
Eins og sjá má á myndunum hér að neðan eru kortin Söru litrík og falleg, hægt að nota þau við öll tækifæri.