Sara Sól Ragnarsdóttir er ein þeirra nemenda í 3. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar sem Slökkvilið Fjallabyggðar heimsótti í desember s.l. þar sem börnin voru frædd um brunavarnir heimilisins.
Sara Sól tók þátt í eldvarnargetraun og var á dögunum ein þeirra sem var dregin út.
Slökkviliðsstjóri heimsótti hana í vikunni og afhenti henni verðlaun fyrir þátttöku í getrauninni. Sara Sól fékk viðurkenningarskjal og 15.000 kr. inneign hjá Spilavinum.
Mynd og heimild/Slökkvilið Fjallabyggðar