Um fimmtánda apríl báru þrjár kindur í fjárhúsinu Bóhem, suður á firði þar sem nokkrir frístundabændur ráða ríkjum.
Þær eru allar tvílemba og heilsast lömbunum vel. Þau eru spræk og fjörug og una hag sínum vel með mæðrum sínum í sér stíu. Alls eru um 60 fjár í húsinu og verður þeim hleypt út á tún við fjárhúsin um leið og hlýnar í lofti. Von er á næstu lömbum um mánaðarmótin og verður þá heldur betur törn hjá eigendunum við vökur og aðra vinnu sem tilheyra suðburðinum.
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir