Þrír starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar eru með starfsstöð á Hvammstanga og sinna þeir selarannsóknum í samstarfi við Selasetur Íslands.
Í júní síðastliðnum fluttu þeir í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks hjá starfsstöðinni frá því sem áður var og gefur aukna möguleika á samstarfi og samskiptum.
Á vef Selaseturs Ísland segir meðal annars “Meginverkefni líffræðirannsóknasviðs eru rannsóknir á selastofnunum við Ísland. Meðal verkefna eru vöktun á stofnstærðum útsels og landsels við Ísland og rannsókn á fæðuöflun sela, ásamt áhrifum sela á fiskistofna við landið.
Frekari upplýsingar um rannsóknarverkefni sviðsins má finna hér á ensku (íslensk útgáfan er í vinnslu)
- Stofnstærðarmat – landselur
- Stofnvistfræði landsela
- Landselir og laxfiskar
- Stofnstærðarmat – útselur
- Stofnvistfræði útsela
- Samspil sela og sjávarútvegs
- Erfðafræði sela
- Hljóðræn samskipti brimla á fengitíma
- Gagnkvæm áhrif sela og ferðamennsku
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir