Ung listakona sem á rætur að rekja til Siglufjarðar hefur verið að selja málverk til að fjármagna skólagöngu sína í kvikmyndatækni Studio Sýrlands og Rafmennt. Okkur hjá Trölla.is langaði að heyra frekar frá þessari ungu og efnilegu listakonu og sendum á hana nokkrar spurningar sem hún tók vel í að svara.

Hvað heitir þú?
Ég heiti Víbekka Sól Andradóttir

Hvernig er tenging þín við Siglufjörð og hverra manna ert þú ?
Amma mín Guðrún Árnadóttir flutti til Sigló eftir að hún fæddi pabba, Andra Hrannar Einarsson og hefur búið þar síðan, þannig pabbi ólst þar upp.

Hvað er eftirminnilegast frá dvöl þinni á Siglufirði ?
Ég fer oft til Sigló og gisti hjá ömmu og afa (Arnar Ólafsson). Ég elska að labba um í góðu veðri og hlusta á podcast. Man eftir jólaböllunum þegar ég var lítil og hæfileikakeppnina. Söng sól sól skín á mig.

Skólaverkefni Víbekku

Í hvaða námi ert þú og hvernig stóð á því að þú valdir það ?
Ég er í kvikmyndatækni í skólanum Rafmennt, hef alltaf haft áhuga á að leika og öllu tengt því að búa til kvikmyndir þannig þetta nám var fullkomið fyrir mig.

Hvað gerir þú til að fjármagna námið ?
Ég mála mikið og hef náð að selja nokkur verk, peningurinn fer í að borga fyrir námið.

Hvað er áhugaverðast við námið og segðu nánar frá því ?
Það er gaman í náminu er búin að kynnast fullt af skemmtilegu liði bæði nemendur og kennara. Lærði að focus pulla sem er að passa að focusinn sé á réttum hlut og að vinna með fólki þegar það kemur að stórum verkefnum sem taka langan tíma.

Sjá fleiri verk sem Víbekka hemur að: HÉR

Hvernig lýst þér á að köttur í Syðri Glaumbæ er nefndur í höfuðið á þér ?
Pabbi býr núna á Kanarí og er algjör cat lady! Hann sér um marga ketti og gefur þeim að borða. Einu sinni vorum við fjölskyldan saman hjá honum og þar var ein læða kasólétt með tvö kettlinga. Við hjálpuðum henni að fæða og voru kettlingarnir skírðir í höfuðið á mér og bróður mínum. Fæ öðru hvoru video af þeim þar sem þau búa núna hjá hellisbúum í Syðri Glaumbæ.

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum listaverkum, Víbekku Sól, bróður hennar Degi Sólon, móður hennar Bryndísi Sunnu og pabba hennar Andra Hrannari Einarssyni.


Trölli.is þakkar Víbekku Sól fyrir greinargóð svör og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Myndir/aðsendar