Siglfirðingamessa í Grafarvogskirkju 26. maí kl. 14:00

  

Prestar: Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og Siglfirðingurinn séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson sjúkrahúsprestur þjóna fyrir altari.

Ritningarlestur:  Siglfirðingarnir séra Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni.

Ræða: Siglfirðingurinn Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir.

Kór: Kór Grafarvogskirkju.

Einsöngur: Siglfirðingarnir  Hlöðver Sigurðsson og Þorsteinn Sigurðsson.

Organisti: Hákon Leifsson.

Bænalestur:  Siglfirðingarnir  Hermann Jónasson, Jónas Skúlason og Margrét Birgisdóttir.

Meðhjálpari:  Hermann Jónasson, fyrrverandi meðhjálpari og kirkjuvörður á Siglufirði.

Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar, fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar, eru  fluttir í messunni.

 

Siglfirðingakaffi efir messu.

 

Siglufjörður