Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að vetrarfærð er á öllu landinu og um norðanvert landið er víða éljagangur og skafrenningur. Beðið er með mokstur á Þröskuldum, Siglufjarðarvegi, Tjörnesi og Hófaskarði vegna veðurs.
Norðurland: Þar er hálka eða snjóþekja á vegum og víða él eða snjókoma. Ófært er á Siglufjarðarvegi.
Norðausturland: Víða snjóþekja, hálka eða þæfingsfærð og éljagangur og skafrenningur. Þungfært er á Hólasandi. Ófært er á Tjörnesi og Hófaskarði og beðið með mokstur vegna veðurs.