Hvalreki á Siglufirði.

Dan Van Dango mun spila á Segli 67 , Laugardaginn 16. Mars.

Eftir útgáfu plötunnar “Maðurinn sem mæður ykkar mæla með” hefur Dan troðið upp víða við gríðar góðar undirtektir og nú er röðin komin að Siglufirði.

Með honum í för eru hljómsveitin Hættulegir Menn sem er skipuð af heimsklassa hljóðfæraleikurum þ.á.m. Gísla Árnasyni á bassa, Kristjáni Kristmannsyni á saxafón, Kjartan Orra Ingvasyni á kassagítar og Flóka Árnasyni á trommur.

Dan mun fara vítt yfir sviðið en þó með áherslu á efni síðustu breiðskífu, en einnig verður snert á eldra efni af plötunum Blautum Graut, Kveðjum af handan og Hættulegir menn.

Búast má við húsfylli þar sem aðdáendur Dan Van Dango fylgja honum vítt og breytt um landið.

Tónleikarnir hefjast kl 21:30


Aðsent