Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lagði lið Knattspyrnufélags Vesturbæjar á Ólafsfjaðravelli í gær með 3-1 sigri.

Fotbolti.net sagði eftir stórleik dagsins að það sé nánast öruggt að KF fari upp í 2. deild ásamt Kórdrengjum.

KF er með níu stiga forystu á KV sem situr í þriðja sæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir af tímabilinu.

Alexander Már Þorláksson og Andri Snær Sævarsson skoruðu í fyrri hálfleik og innsiglaði Andri Snær sigurinn með marki í síðari hálfleik.

KV klóraði í bakkann undir lokin en það dugði ekki til og lokatölur 3-1.

KF 3 – 1 KV
1-0 Alexander Már Þorláksson (‘2)
2-0 Andri Snær Sævarsson (’33)
3-0 Andri Snær Sævarsson (’69)
3-1 Björn Axel Guðjónsson (’80)

 

Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir/ frá leik KF-KV 2-0 á Ólafsfjarðarvelli 30. júní 2018