Nýja bókin, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin eftir Siglfirðinginn Sigurð Ægisson var á meðal tíu rita sem þann 10. febrúar síðastliðinn voru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna.
Í umsögn viðurkenningarráðsins segir: „Ríkulega myndskreytt og frumlegt verk um íslenska varpfugla með margvíslegum fróðleik, ljóðum og frásögnum af sambúð náttúru og manns.“
Sigurður hefur einu sinni áður verið tilnefndur, það var árið 2008, fyrir bók þeirra Jóns Baldurs Hlíðberg, Íslenskar kynjaskepnur.
Forsíðumynd/samansett