Nýja bókin, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin eftir Siglfirðinginn Sigurð Ægisson var á meðal tíu rita sem þann 10. febrúar síðastliðinn voru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna.

Í umsögn viðurkenningarráðsins segir: „Ríku­lega myndskreytt og frum­legt verk um ís­lenska varp­fugla með marg­vís­leg­um fróðleik, ljóðum og frá­sögn­um af sam­búð nátt­úru og manns.“

Sigurður hefur einu sinni áður verið tilnefndur, það var árið 2008, fyrir bók þeirra Jóns Baldurs Hlíðberg, Íslenskar kynjaskepnur.

Forsíðumynd/samansett