Sigvaldi Helgi gaf út nýtt lag í síðustu viku sem nefnist Gleym mér ei.

Upptakan var gerð fyrir Menntavísindasvið til að nota í auglýsingu fyrir nám í tómstunda og félagsmálafræði.

Sigvaldi Helgi Gunnarsson er fyrrum nemandi á því sviði og samdi lagið á meðan hann stundaði nám. Titillinn ,,Gleym mér ei“ vísar til kveðjuviðburðar sem er haldinn fyrir þá sem eru að útskrifast en lagið getur einnig virkað sem ástarlag, um fundi gamalla vina eða á hvern þann hátt sem hlustandinn túlkar lagið.

Upptökur:
Söngur: Sigvaldi Helgi Gunnarsson
Gítar: Reynir Snær Magnússon
Píanó, Hammond, Rhodes, Synthar: Magnús Jóhann Ragnarsson
Bassi: Gunnar Sigfús Björnsson
Slagverk: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Bakrödd: Gunnar Sigfús Björnsson
Upptökustjórn: Reynir Snær Magnússon
Mix og master: Bjarni Þór Jensson

Aðsent.