Næstkomandi laugardag, 29. júlí, verður glæsilegur minnisvarði um síldarstúlkur vígður á Siglufirði. Í tilefni þess blæs Síldarminjasafnið til málþings, þar sem síldarstúlkur og þáttur þeirra í sögu þjóðarinnar verður til umfjöllunar.
Málþingið fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Vígsla minnisvarðans verður kl. 15:00 og í kjölfar hennar verður slegið upp síldarsöltun og bryggjuballi á planinu við Róaldsbrakka.
Þennan sama dag fara fram Trilludagar á Siglufirði, og verður því sannarlega líf og fjör í bænum.

Forsíðumynd/af vef Fjallabyggðar