Eins og áður er nefnt þá eru dagbókarfærslur Edvins stopular, áratugir líða á milli færsla og oft á tíðum er erfitt að ráða úr hugsunum hans og orðum, hvaða ár eða hvaða starfsemi sína hann er að tala um.

Í rauninni segir hann ekkert sérstaklega mikið um tímabilið 1913 og fram á við: Þá er hann þó, nýkomin með eigin aðstöðu á Siglufirði. Þar af er heimilda samantekt Leós Óla, um Jacobsen mjög svo áhugaverð lesning, enda er hann þekktur fyrir vönduð vinnubrögð og tel ég hér, út frá því sem hér er áður endursagt og þýtt að þessi texti hér neðar sé góð Íslensk samanburðar heimild, en þar er einnig að finna athyglisverðar viðbótar frásagnir um líf og störf Jacobsens.

Samanburðar og viðbótar heimildir!

Leó segir frá ýmsu í sinni heimildasamantekt, um seinni tíma starfsferli á síldarplönum Edvins Jacobsens á Siglufirði.

Ath. Tilvísanir byggja mikið á heimildum, Benedikts Sigurðssonar. Sjá meira hér: Söltunarstöðvar á Siglufirði.

Edwin Jacobsen var norskur frumkvöðull og. var einn fyrsti Norðmaðurinn sem settist að á Siglufirði, um tíma að minnsta kosti og honum er manna mest þakkað fyrir að hafa komið með herpinótina sem olli byltingu í síldveiðum…

Um þetta atriði segir Edvin sjálfur eftirfarandi:

Í kringum 1904 er mest notast við reknet, en mest lítið eftir að “snurpenot” kom til sögunnar. Þetta er upphaflega Amerísk uppfinning, sem barst fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Noregs og þar á eftir kom þessi nýja veiði aðferð til Íslands.”

Og Leó bætir síðan við:

Áður en herpinótin kom til sögunnar voru helstu veiðarfæri sem notuð voru til síldveiða lagnet og landnætur inni í fjörðum og víkum og einstaka sjómenn voru farnir að nota reknet. Jacobsen var meðal þeirra fyrstu sem kom sér upp aðstöðu á góðri sjávarlóð (Jakobsenplanið) og rak þar útgerð og söltun í mörg ár. Hann átti sennilega frumkvæðið að fyrstu tilraun Svía til að ná fótfestu á bænum sem sendu síldarleiðangur í Íslands eftir að Jacobsen hafði kynnt hina góðu hafnaraðstöðu og nálægð við miðin fyrir Adolph J. Solbu forstjóra í Gautaborg.

Solbu leigði skonnortuna Pilen frá Stavanger í íslandsferðarinnar sem skyldi vera birgðaskip og verkunarstöð, en kútterinn Orion til síldveiðanna. Þrátt fyrir að bæði skipin væru norsk, sigldu þau undir sænskum fána til að undirstrika að hér væri sænskt fyrirtæki á ferð.

Mun þetta vera í fyrsta skiptið sem sænski fáninn var dreginn að hún á skipsfjöl á Siglufirði...”

Ath. smellið á mynd og hún birtist þér stærri.

Áframhaldandi tilvísun í texta frá Leó:

…Þessi tilraun heppnaðist svo vel að næsta sumar var safnað liði og Solbu ásamt félögum sínum H. H. Kristensen og Erik Bolen sendu gufuskipið Serlu á Íslandsmiðin árið 1906. Það mun hafa verið fyrsta sænska gufuskipið sem sigldi inn á Siglufjörð. Seinni leiðangurinn heppnaðist einnig mjög vel sem varð til þess að árið 1907 komu hingað leiðangrar bæði frá Lysekil og Smögen svo og mörg ár á eftir... 

… Jacobsen varðveitti hinn sögulega fána sem hafði verið flaggað á Pilen sem minjagrip, en um það bil þegar seinni heimsstyrjöldin var að brjótast út árið 1939 afhenti hann aðalræðismanni svía á Íslandi sem þá var O. Johansen fánann, með þeim tilmælum að hann skyldi fá samastað á Sjöfartsmuseum í Gautaborg.” (L.Ó. 2024)

Ath. Eins og við höfum lesið um áður, hefur Edvin sjálfur, sagt nokkuð öðruvísi frá þessum sögulegu atburðum…
ÉG keyptiég var með til umráða… og ég seldi síðan… o.fl.

Stríðsára minningar!

Edvin skrifar nokkra stutta pistla í dagbækur sínar á stríðsárunum og virðist hann þá meira og minna vera fastur í Fosnavåg. En Þar lýsir Edvin þeim miklu viðskiptalegu vandræðum sem þessar tvær heimsstyrjaldir hafa á hans fyrirtæki í bæði Noregi og á Íslandi, en hann talar samt mest um þá mannlegu hörmung sem þessi stríð valda…

Hér er neðar er vísað í átakanlega sorglega fyrri heimsstyrjaldar sögu, sem lýsir vel þeim hættum og hörmungar örlögum, sem beið margra sjómanna, frásögnin líkist mjög svo stríðsástands lýsingum Edvins.

Við sjóminjasafnið stóra í Gautaborg er t.d. hár minnisvarði. Á sökkli turnsins eru nöfn 700 látinna sjómanna, sem fórust í sambandi við sjóvinnu sína á fyrri heimstyrjaldarárunum.

Á toppi minnisvarðans, er stytta af sjómannseiginkonu, sem horfir yfir höfnina, með hendurnar krepptar í bæn og von um að hennar heittelskaði komi heill til heimahafnar. Undirritaður fékk að lána þessa sögu frá safninu og er hún ein af mörgum sjómannssögum í sagnaflokknum: Hafsjór af sögum! Sagan heitir á sænsku: Nödropet från flaskposten!

Neyðarkall og ástarkveðja í flöskuskeyti. Sönn sjóslysasaga!

Það virðist vera svo að á árunum kringum upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar, fækkar/hætta ferðir Edvins til Íslands/Siglufjarðar og að hann beinir nú allri sinni athygli að rekstrinum í Norge. Íslenskur heimildar úrdráttur Leós, styður þetta og einnig pistlar Edvins , sem hann augljóslega skrifar í Fosnavåg. Því það eru aðrir aðilar sem salta síld á hans plönum 1936-39.

Edvin segir ekkert, um hvort hann seldi eða leigði út eignir sínar á Siglufirði.
Sú starfsemi virðist skipta hann minna máli á þessu tímabili. Einnig er vert að minna á að Edvin verður fyrir miklu persónulegu áfalli, þegar Guðmunda ,eiginkona hans lést skyndilega í október 1941.

1912 – 1947, Siglufjörður, ýmsar minningar og viðbótarheimildir

Úrdráttur o.fl. úr loka frásögnum í kafla III

Jacobsen segir eiginlega ekki neitt, um endalok starfsemi sinnar á Siglufrði, en í lok kafla III ,segir hann frá ýmsu merkilegu, varðandi “stórtaps árin” sín, 1907 og 1913 og fyrri heimsstyrjaldar vandræðum sem byrja strax þar á eftir 1914.

Í viðbótar heimildum frá Leó Ólasyni ,koma eftir farandi sögulegar staðreyndir og staðfesta þær ýmislegt sem áður er nefnt í frásögnum Edvins:

Árið 1912 keypti hann lóðarréttindi af Andreas C. Sæby sem hafði haft lóðina á leigu, en hún var vestan við lóð Halldórs Jónassonar. Auk þess keypti hann bryggju, söltunarpall og fleiri eignir Sæby, en á þessari bryggju saltaði Jacobsen fram yfir miðjan fjórða áratuginn. Árið 1925 keypti hann svo allstóra sjávarlóð af Helga Hafliðasyni sem var vestan við svokallaða Kveldúlfsstöð, en seldi hana aftur fjórum árum síðar Jóni Hjaltalín útgerðarmanni frá Akureyri…

Þessi ljósmynd frá um 1935, sýnir þetta svæði enn betur…

Óhætt er að segja að á allri sunnanverðri Eyrinni verða miklar breytingar á fyrri hluta síðustu aldar. Gríðarlega miklar landfyllingar valda því að margt og mikið færist sunnar, bryggjur og brakkar hverfa, hús brenna og eru flutt. Nýir eigendur koma og fara, líkt og bátar og skip og allt svæðið þar af mjög svo útlitslega breytilegt fá einu ári til annars.

Áframhaldandi tilvísun í texta frá Leó Óla:

“...Um miðjan fjórða áratuginn virðist Jacobsen hafa hætt starfsemi sinni og sest endanlega að í Noregi ásamt hinni siglfirsku konu sinni Guðmundu Ágústu Benediktsdóttur, en Akureyringarnir Anton Ásgrímsson og Haraldur Guðmundsson hafi saltað á stöðinni árin 1936-1939Hafnarsjóður keypti stöðina 1947, en þá hafði viðhaldi lítt eða ekkert verið sinnt um árabil. Hún var þá leigð Olíufélaginu Skeljungi í fáein ár en eftir það sem geymslusvæði, fyrir ýmsar söltunarstöðvar. Kaupfélag Siglfirðinga hafði hana síðan á leigu frá 1956-1958 og Reykjanes 1960-1961.”

Árið 1962 var stöðin endurbætt verulega og leigð hlutafélaginu Ými, en helsti forgöngumaður þess félags var Sverrir Hermannsson frá Ísafirði, síðar ráðherra og bankastjóri. Með honum í félaginu voru gamlir skólafélagar hans Arnold Bjarnason, Hjalti Jónasson, Ingi Kristinsson og Björn Þórhallsson, en Ýmir starfrækti stöðina í þrjú sumur 1962-1964. Stöðin var í eigu bæjarins til ársins 1972, en hann afsalaði henni þá til útgerðarfyrirtækisins Þormóður Rammi hf.

Tvær tapárssögur: 1907 & 1913

Þessar tap-sögur segja okkur að Jacobsen hafi frá upphafi verið með eigin rekstur samfara umboðsmanna leppavinnu sinni fyrir Solbu & Co. Þetta eru að mörgu leyti athyglisverðar sögur:

1907

Nýjar veiðiaðferðir með herpinót, gaf svo mikið magn af síld að það var nær því ómögulegt að selja alla þessa síld. Þeir sem voru í góðum fjárhagslegum málum 1906, töpuð miklu 1907. Þar á meðal ég, sem tapaði 7000 kr, það var allt það fé sem ég hafði safnað og lagt til hliðar og hafði ég þar á eftir, lengi vel einungis tekjur frá minni umboðsmanna vinnu fyrir Solbu & Co. “

Edvin heldur síðan áfram og útskýrir betur þessa viðskiptalegu ógæfu sína:

Það var nefnilega þannig að ég og Johan Ottersen fórum saman í síldar “spekulation” og leigðum fraktskútuna Nordland og söltuðum um borð ca 1500 tunnur. Þetta var á þeim tíma sem Siglufjörður var ekki í símasambandi við umheiminn, sú tenging kom þangað seinni hluta sama ár. “

Hér tökum við smá áhugavert hliðarspor, í sögunni sem fylgir þessari ljósmynd og tengist hún einnig landssímasögu Íslands.

Edvin heldur síðan áfram í endurminningum sínum:
Hver tunna kostaði mig 10 kr í tap, ég fékk símskeyti, með þessum hræðilegu fréttum á aðfangadagskvöld 1907. Þessum jólum í Fosnavåg, gleymi ég aldrei! Fleiri ára “slít og streð” fauk út um jólaskreytta glugga…en ég hafði ekki efni á að gefast upp, ekkert annað í boði en að byrja upp á nýtt. Það komu síðan nokkur slæm ár. 1908 -´09-´10 og á þeim árum minnkaði fjöldi söltunarstöðva á Íslandi frá 40-50 1907, til kannski 11 st. 1910.”

Á þessum árum sóttu margir síldarsaltendur um gjaldagafrest og margir fóru á hausinn. Í dag 1932, þegar ég sit hér og skrifa, þá eru ekki margir síldarfrumkvöðlar eftir á Siglufirði, af þeim sem byrjuðu á árunum 1904-1909. Tímarnir breytast og mennirnir með. Ole Tynes er þarna vissulega enn þá, en hann byrjaði 1912 og svo á ekkjan hans Henrikssens frá Haugesund, enn hluta af fyrri eigum hans… og svo ég með mitt.

1913

Eftir 1910 er þetta svona upp og niður, en 1913 salta ég mikið af kryddsíld í eigin nafni og þetta voru upphaflega mjög svo örugg viðskipti, í og með að allt var selt fyrir fram á Siglufirði, gegnum samning við umboðsmann Ameln bræðranna frá Stockholm.” (ATH. Aktie Bolaget Brödrena Ameln, seinna skammstafað ABBA)

Ég skilaði af mér 1.300 tunnum af príma kryddsíld, um borð í fraktskútuna Emanuel frá Haugesund, 5 september á Siglufirði 1913. Sjálfur fór ég með öðru skipi, skömmu seinna og var kominn till heim til Fosnavåg 10 október.


(ATH. þessar milli landa skipaferðir, tóku oft 2-3 vikur á þessum tíma)

Hr. Jacobsen fékk símskeyti 15 október 1913 og það er byrjunin á mikilli og sorglegri raunasögu… og stóru tapi:

Frakskútan Emanuel, lenti fljótlega á leiðinni í miklum vandræðum, segl rifnuðu og fóru fyrir borð og var skútan síðan dregin inn á Seyðisfjörð. Farmur minn var tryggður og sá tryggingarfélagið um að umskipa mínum 1300 tunnum, en þær lágu lengi á hafnarbakkanum og komust loks af stað, rétt fyrir jól með norska gufuskipinu Kong Helge. Aftur lendir síldarfarmur minn í hrakningum og það illa. Brúinn á Kong Helge hreinlega slitnaði af skipinu í miklum brotsjó og með brúnni hurfu einnig skipstjórinn og tveir aðrir áhafnarmeðlimir. Þar að auki fóru allir björgunarbátar og allt lauslegt á dekkinu.

Skipið komst með naumindum í viðgerð i Kristjansand (syðri) Umboðsmenn tryggingafélagsins tóku aftur ábyrgð á umskipum o.fl. en farmurinn fór seint um síðir, í febrúar 1914, áfram til Kaupmannahafnar og þaðan loks til kaupenda í Stokkhólmi.”

Og raunasaga Edvins heldur áfram…

Kaupendur sendu síðan boð um að þeir gætu ekki tekið við þessari kryddsíld, hún er ónýt og óhæf til vinnslu.
Tryggingafélagið sagðist hafa staðið við sinn hluta og meira til, farmurinn, 1300 tunnur eru komnar heilar á leiðarenda og þeir tilkynntu mér samtímis að þeim kæmi ástandið á innihaldinu í tunnunum ekkert við…


Og Edvin bætir síðan við:

Ég fór í mál við tryggingarfélagið og tapaði því… og TAPAÐI samtímis 25.000 krónum á einu bretti.
Sem var allur minn sparnaður og tiltækt lausafé sem mér hafði tekist að nurla saman síðan 1907. Enn og og aftur, var ekkert annað að gera en að byrja aftur á núlli.

“Það bjargaði mér reyndar, að þorskveiðin í Fosnavåg gekk vel, þetta árið og skilaði ágætis pening i búið. Vissulega átti ég eignir, en nær ekkert tiltækt lausafé. ”

1914 Stríðs upphafsár!

Ofan á þessi ósköp byrjar fyrri heimsstyrjöldin 28 júlí 1914, en þá er Edvin og líklega fjölskylda hans á Siglufirði, því hann segir:

Stríðið byrjaði og setti alla í óútreiknanleg vandræði, ég seldi mínar afurðir eins og fljót og hægt var, þá að það væri oft með tapi. Ég fékk símskeyti frá Noregi með herkvaðningu, ég gat auðvitað ekkert gert í því. VIÐ vorum á Íslandi og töldum okkur nokkuð örugg hér. Samtímis barst mér annað skeyti frá Bergens Privatbank, um peningasendingu til mín og þar stóð bara: Money can NOT be Remitted! Það var skyndilega bannað að senda peninga erlendis frá Noregi.

Síldarkóngurinn og 1000 kr seðlarnir hans…

… gæti þessi stutta síldar-stríðs-ára saga heitið. Edvin lýsir þar á eftir á samanlagt 3 bls. í viðbót, allskyns eigin viðskiptavandræðum, en hér eru einnig umhyggjuorð, skilningur og áhyggjur af hag almennings, varðandi vöruskort og hækkandi verðlag ofl.

Það var skollið á stríð og óvissan er mikil, allir eru nú óðir við að krefja inn peninga. Ég gat ekki fengið peninga út á eignir mínar í Noregi eða af bankabókum þar. Ég skuldaði verkafólki mínu laun fyrir síldarsöltun sumarsins á Siglufirði og allir komu nú, einn af öðrum og kröfðust greiðslu… og það ekki seinna en núna.”

Ég varði mig lengi vel og afsakaði mig, gegn þessari ágengni með því að veifa 3 þúsund króna seðlum, sem ég þó átti, framan í fólkið og sagði vinalega, að auðvitað vildi og gæti ég borgað launin… ef getur þú skipt þessum 1.000 köllum, þá yrði ég, þér innilega þakklátur fyrir það…Það gat auðvitað engin skipt þessum seðlum og þar með var ég afsakaður í bili

Ég fékk síðan peningasendingu til mín með fraktskipi, gegnum sambönd mín í Svíþjóð.

Edvin heldur síðan áfram og á bls. 44 – 47, segir hann þar frá allskyns viðskiptavandræðum sínum, hann nefnir ekki Íslands sérstaklega, en það er nokkuð ljóst að, vandræði magra landa voru af svipuðum toga á þessum árum. Edvin er þó ánægður að hann hafi ætíð forðast viðskipti við Þjóðverja, en margir sem hann þekkti fóru illa út úr slíkum viðskiptum þegar gjaldmiðill Þýskalands varð einskis virði. Hér nefnir hann einnig að hann sé rétt svo mátulega hrifin af “undirgefni” Svía í afstöðu þeirra til viðskipta við Þýskaland o.fl.

Stuttir pistlar 1935, 1940-45, 1953 og lokaorð 1954…

Hér á eftir koma örstutta tilvísanir í þær frekar stuttorðuðu dagbókarfærslur Edvins skilur eftir sig og eru þær frá árunum 1935, 1940-45, 1953 og svo lokaorð Síldarkóngsins, 12 apríl 1954.

Við skulum hafa í huga að t.d. 1935 er Edvin orðin nokkuð vel stæður, í gegnum fyrirtækjaeignir sínar í Noregi. Þessar síðustu færslu eru hugsanir og uppgjör eldri herramanns sem hefur tapað, en svo sannarlega einnig unnið marga sigra í lífinu. Hann hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á þann stað sem hann er á og Edvin hefur alveg efni á að hafa skoðanir á bæði sínu eigin og annarra framlagi í Síldarævintýrasögunni.

Stærsti hlutinn er uppgjör hans og hugsanir varðandi báðar heimsstyrjaldirnar og það má guð vita að margt og mikið sem hann segir á fullan rétt á sér. Hlutleysis stefna margra landa var ekki mikils virði og kannski finnur maður í mildum undirtóni frásagna hans að hin svokallaða hlutleysisstefna Svía, þar sem allt var gert til að forðast að verða dreginn inn í stríðsrekstur, með undirgefni sinni við þjóðverjana og nefnir hann þar enn og aftur ánægju sína yfir að hafa aldrei átt í viðskiptum við þessa þjóðverja-þjóð…Um hernám Nazista i Noregi, segir hann í ákveðnum tón: “… Það var augljóst, að sumir landsmenn mínir, vissu mæta vel, hvað var í vændum…

Í minningum frá 1935, segir hann frá vini sínum og viðskiptafélaga Hr. Solbu og virðist Edvin bera mikla virðingu fyrir þessum norskættaða Gautaborgara . Edvin nefnir að hann hafi heimsótt og gist hjá Solbu og fjölskyldu, bæði í Villa Solbu, í fínusta hverfi Gautaborgar og einnig í glæsilegu sumarhúsi í skerjagarðinum á Särö. Ef smellt er á vefslóðina má sjá að þessi glæsi “Villa” sem er byggð 1917 gæti allt eins staðið undir nafninu HÖLL!

Úr þessum minningamyndum Edvins Jacobsens má lesa, öfund, aðdáun… og vorkun!
Hann segir nefnilega að allt þetta, hafi Solbu byggt fyrir gróðann, sem hann, Edvin skapaði og skaffaði Solbu með umboðsmannavinnu sinni á Siglufirði. Síðan bætir hann við: “Solbo & Co tapaði miklu á slæmum viðskiptum við Þjóðverja og neyddist fjölskyldan til að selja heimili og aðrar eignir.”

Ef þið smellið á vefslóðina undir myndinni, þá koma meðal annars eftirfarandi upplýsingar á sænsku, með tilheyrandi vefslóðum: “Solbu drev i Göteborg, handelsföretaget AB Adolph Solbu, senare AB Adolph Solbu & Son som bland annat handlade med kolonialvaror och fisk. Företaget var också engagerat i Islandsfisket i början av 1900-talet.
En verksamhet som leddes av Edvin Jacobsen.

Ef smellt er á slóðina, þar sem nefnt er: “Islandsfisket i början av 1900-talet…” þá opnast ykkur grein frá 1960 á íslensku á timarit.is. Sama grein og sögumaðurinn Leó Óla bendir okkur á:

Landnám Svía í Siglufirði

… og þar með erum við komin í góðan og skemmtilegan sögulegan hring, því sá sem tekur saman þessa sögu situr við tölvu í Gautaborg og grúskar sig í gegnum ljósmyndir og heimildir sem eru skrifaðar á fjórum ólíkum Norðurlanda tungumálum og reynir að ná saman sögu, um þennan merkilega mann, sem Edvin Jacobsen svo sannarlega var. Erfiðast var þó að ná saman einhverskonar tímalínu úr slitróttum frásögnum Edvins og hefur undirritaðu flett það mikið, fram og til baka í þessum 57 bls. dagbókarfærslum, að litla gula norska söguheftið er nú dottið í sundur.

Lokaorð Síldarkóngsins!

Og þau eru svo sannarlega falleg, við lestur á þessum lokaorðum síldarkóngsins, báru þau mig óvart, í huganum til sögunnar um Egil Skallagrímsson. Sé fyrir mér að háaldraður Hr. Jacobsen, sitji út á verönd sinni á fallegum vordegi.

Í einhverskonar Síldarkónga-hásæti og horfi stoltur yfir eignir sínar í Fosnavåg og samtímis reikar hugur hans til baka til hans ástkæra Íslands.

12 apríl, 1954

Þennan dag 12 apríl, eru 50 ár liðin frá því að ég steig á land í Reykjavík. ÍSLAND..🇮🇸 .. þetta land sem ég vissi svo lítið um, annað en að þetta var fræg sögueyja. Hér var mér ungum útlendingi, allt svo nýtt og furðulegt, kunni ekki tungumálið og vissi eiginlega ekkert um fólkið í landinu og þeirra hagi, sögu og siði...”

…en það sýndi sig fljótlega að Íslendingar eru vinalegir, gagnvart okkur Norðmönnum og hrifnir af allt og öllu sem er Norskt! Mér mætti bara velvilji og vinalegheit, hvert sem ég fór.

Þetta var einfaldlega eins og heima í 🇳🇴 Norge, bara almennilegt og yndislegt fólk!

Julius Edvin Jacobsen Remö, lést 7 desember 1957.

Wall of Fame!
Nokkrir af Síldarkóngum og frumkvöðlum Siglufjarðar!

Hér með er Jacobsen endanlega skrifaður inn í síldarævintýra sögu Íslands og Siglufjarðar. Hér neðar eru vefslóðir í eða undir myndum af mörgum af þeim mönnum sem nefndir í þessari frásögn. Þeir sem smella á slóðir og hafa áhuga og forvitni í að lesa meira um þessa síldarsögu frumkvöðla, lenda þá á heimildasíðu Steingríms Kristinssonar og greinaflokk hans: Frumkvöðlarnir:Fólk sem hóf Siglufjörð til velsemdar, á einn eða annan hátt, á fyrri hluta 20. aldar og síðar.

Sjá einnig meira hér, á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands: Síldarsagan

Stuttur norskur úrdráttur úr fyrirtækjasögu Edvins:

JACOBSEN, Edvin, kjøbm. (p. f.,
etabl. 4. april 1900 i Norge, etabl.
12. april 1904 i Island, Fosnavåg),

f. 20. nov. 1878 i Herøy. Drevet sild-,
fisk- og tranforr. og klippf.tørkeri
Fosnavåe ca. 35 år. Tidl. dir.
Søndmøre Fiske & Handelsbank, nu form.
kontr.nevnde-», tidl. medl. form.sk.,
varaordf. l periode Herøy. 1905 leder
av den første svenske sildeksped. på
Island, utrustet av sildfirm. A/S
Adolph Solbu & Co., Göteborg.

Heimild: Merkantilt biografisk leksikon : hvem er hvem i næringslivet? 

Þekkastur af öllum Síldarkóngum er auðvitað Óskar Halldórsson, sjálf fyrirmynd Íslands Bessa, í Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness.

Epilog

Höfundur þessarar samantektar getur viðurkennt að í vinnsluferlinu, við að þýða og endursegja þessa sögu, komu oft upp efasemdir, hvort þetta væri hreinlega gerandi eða hægt að skapa úr þessum heimildum, áhugaverða lesningu fyrir íslenska lesendur, en mér var farið að þykja svo vænt um þennan norska Íslands-vin og sannfærast samtímis, meira og meira um að þessa merkilegu sögu verður einhver að segja.

Við þurfum að hafa í huga að þessir 3 söguhlutar, koma að mestu leyti úr dagbókar-færslum. Dagbækur eru eins og góður vinur sem maður treystir… að margt og mikið fari nú ekki lengra, en samt er augljóst að Edvin vill gjarnan skilja eftir sig eftirmæli með eigin orðum.

Í dagbókina byrjar maður kannski á að skrifa um einhvern atburð og svo koma hugarórar um aðrar minningar, um eitthvað allt annað…

Því við getum ferðast svo hratt í huganum….

Þannig eru frásagnir Edvins uppbyggðar og Tine Omre sem tók saman slitróttar dagbókarfærslur afa síns, lenti í nákvæmlega sömu vandræðum og undirritaður, við að ná saman einhverskonar skiljanlegri tímalínu í söguna.
Að Edvin fegri sinn eigin hlut, í upphafsárum síldarsögunnar, er svo sem ekkert skrítið… það fyrirbæri er þekktur mannlegur eiginleiki.

Undirritaður sá fljótlega að það væri ekkert vit í að þýða söguna orðrétt, frá bls. 1-57. Það yrði algjörlega óskiljanlegur texti fyrir íslenska lesendur og þar af er betra að endursegja og taka rétt eins og hr. Jacobsen gerir oft, áhugaverð hliðarspor í sögum og ljósmyndum, sem tala til Íslendinga og þá sérstaklega til Siglfirðinga, sem margir hverjir bera síldarsöguleg ættarnöfn og eiga nú fjarskylda ættingja í útlöndum.

Guðmunda Jacobsen er frænka mín!

Ath. Smellið á mynd og hún birtist þér stærri.

Gegnum föðurætt mína er ég skyldur Guðmundu og þar með Tine Omre, barnabarni hennar, sem er höfundur og útgefandi sögu samantektarinnar um Bestefar Edvin og hans lífsferðalag!
Í löngum netspjalla-þráðum, ræddum við Tine, mikið saman um líf og störf Edvins og einnig um Guðmundu og það litla sem er þekkt um hana og hennar líf í Noregi.

Þar kom fram ýmislegt, sem ekki er hægt að segja frá hér og nú, en ljóst er að skyndilegt andlát Guðmundu í október 1941, hafði mikil áhrif á líf Edvins. Sumt er viðkvæmt enn í dag, en annað gleðjandi, eins og sögur um að hún var góðhjörtuð kona og var hún virk í hjálparsamtökum sem studdu við fátæka o.fl. Einnig kom fram að systir Guðmundu (Tant Sigga) Sigríður, giftist einnig norskum manni og kannski veður ný saga sögð seinna um þær systurnar.

Svona skyldleika sögur gera heiminn minni… og einhvern veginn, erum við öll skyld hvort öðru í síldarsögunni.

Jacobsen er eins og minnst er á í upphafi sögunnar, svolítið gleymdur í síldarsögunni og líklega hefur það að gera með að hans saga og eignir hverfa meira og minna og ekkert hús eða síldarplön bera hans nafn inn í framtíðina, fram að hvarfi síldarinnar. Þessi saga er bæði ferðalaga saga sem segir okkur margt og mikið um Ísland og einnig lífsferðasaga merkilegs manns, sem vert er að minna á og muna um alla framtíð.

Frásagnir Edvins minna mig á aðra þýðingar vinnu á þessum tveimur köflum, sem sér sjást hér neðar, en það ferli var mun auðveldara, því þar var hægt að fylgja frásögn höfundar frá A-Ö. Þetta eru líkt og í ferðasögum Edvins, stórkostlegar lýsingar á “Samvinnuhreyfingar landinu Íslandi”, kringum 1950.

Séð með augun mikils Íslandsvinar, blaðamanns og ljósmyndara frá Svíþjóð.

Síldin gerir lífið eitthvað svo spennandi. 1 hluti

&

Höfundur samantektar:
Jón Ólafur Björgvinsson 
Í góðri samvinnu við Siglfirsku sögumennina:
Steingrím Kristinsson og
Leó Ólason

Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd o.fl.:
Mynd lánuð úr söguheftinu: Bestefar Jacobsen, Endurunnin af pistlahöfundi.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
ATH. Endurvinnsla á myndgæðum: 
Í eldri ljósmyndum er gerð með gervigreind af Steingrími Kristinssyni og pistlahöfundi
Vísað er í ýmsar heimildir í vefslóðum í greininni og í tímarit.is.