Frá 1. janúar 2020 hafa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð þurft klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. 

Klippikortin fyrir árið 2021 eru því miður ekki tilbúin til afhendingar en reiknað er með að þau verði tilbúin strax í vikulok.  Þangað til er heimilt að nota klippikort ársins 2020.  Tilkynning mun berast um leið og kortin er tilbúin.

Klippikortin verða afhent á skrifstofum sveitarfélagsins Gránugötu 24 Siglufirði og Bókasafni Fjallabyggðar, Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.

Ekkert þarf að greiða fyrir ógjaldskyldan úrgang.