Frá og með 13. janúar 2021 og til og með 17.febrúar 2021 tekur ný reglugerð í gildi sem segir til um sóttvarnaraðgerðir vegna covid-19

Helstu breytingar sem hafa áhrif á starfsemi íþróttamiðstöðvar eru þessar:

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
  • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Starfsemi verður heimil með ströngum skilyrðum. Fjöldi gesta má að hámarki vera helmingur þess sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða helmingur þess sem búningsaðstaða gerir ráð fyrir ef gestafjölda er ekki getið í starfsleyfi. Einungis er leyfilegt að halda skipulagða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráðir. Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir mun setja fram ýtarlegar leiðbeiningar um sóttvarnir á heilsu- og líkamsræktarstöðvum.
  • Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými. 
  • Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda.

Í ljósi þessa er líkamsræktarsalur Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra áfram lokaður fyrir almenning, en opið er fyrir hóptíma samkv. ofanrituðu. Auk þess eru íþróttaæfingar í sal heimilaðar.

Reglur um hóptíma og fullorðnisæfingar á kvöldin í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra:

  • Aðeins eru leyfðir skipulagðir hóptímar  undir leiðsögn þjálfara
  • Tveggja metra reglan er  í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að virða nálægðarreglu 
  • Búnaður má ekki fara á milli notenda í hóptímum
  • Þjálfari skal sjá til þess að allur búnaður sé sótthreinsaður fyrir og eftir hverja æfingu
  • Iðkendur eru hvattir til að koma fullbúnir á æfingu
  • Ekki er heimilt að nota búningsaðstöðu og salerni sem eru ætluð sundgestum  nema viðkomandi fari í sund eftir æfingu
  • Iðkendum á íþróttaæfingum er bent á að nota salernisaðstöðu í nýbyggingu
  • Við komu í íþróttamiðstöðina eru gestir vinsamlegast beðnir að kynna sér ýtarlegri sóttvarnarreglur sem gilda fyrir íþróttamiðstöðina og liggja frammi í afgreiðslu

Skoða á vef Húnaþings vestra