Menningarstyrkir Fjallabyggðar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 6. febrúar síðastliðinn.
Fjallabyggð hefur kynnt þau verkefni sem hlutu styrki og mun Trölli.is birta fréttir af þeim verkefnum á næstunni.
Að þessu sinni kynnum við umsókn Halldóru Guðjónsdóttur fyrir einleikinn Síldarstúlkur..
Einleikurinn Síldarstúlkur verður sýndur á sögulofti Kaffi Rauðku.
Stefnt verður að því að fara með sýninguna inn í elstu bekki grunn, og framhaldsskóla.
Sýningin fjallar aðallega um sögur kvenna sem unnu í síldinni á síldarárunum á Siglufirði. Verið er að semja við Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur leikstjóra og handritshöfund sem ættuð er frá Siglufirði, um leikstjórn og skrif á verkinu. Halldóra mun leika í sýningunni.
Tilefni sýningarinnar er að heiðra gamla tíma. Samvinna um aðstoð við söfnun heimilda er með Síldarminjasafninu.
Styrkupphæð 200.000 kr.