Framkvæmdir hófust fyrir nokkru við landfestingu bryggjunnar sem verkið Síldarstúlkur á Siglufirði stendur á og komu þær á áfangastað í síðustu viku.

Sjálf bryggjan verður göngubrú út á pall í sjónum frá Snorragötu fyrir framan Síldarminjasafnið.

Gamlir rafmagnsstaurar voru fengnir frá Ólafsfirði og fluttir til Siglufjarðar. Staurarnir voru reknir niður í botn fjarðarins af stórverktakanum Árna Helgasyni. Staurarnir eru undirstöður bryggjunnar þar sem listaverkið verður staðsett í framtíðinni. Smiðirnir Óli Kára, Skúli Jóns og Steini Jóa Valda sjá um bryggjusmíðina. Bryggjan er 18 mtr. út í sjóinn með bryggjupallinum sem verður 6 x 9 mtr.

Ráðgert er að afhjúpun verksins verði laugardaginn 29 júlí.

SR-Vélaverkstæði smíðar listaverkið Síldarstúlkan á Siglufirði

Mynd/Arthur Ragnarsson