Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar fór yfir ný viðmið um notkun nemenda á farsímum á 132 fundi fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar.
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum.
Skólastjóri fór yfir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar sem kallast “símafrí” snúa að því að á skólatíma fái nemendur frí frá notkun farsíma.
Fræðslu- og frístundanefnd hefur áður fjallað um notkun nemenda á farsíma á skólatíma og fagnar því að nú séu komnar reglur um þessa notkun.