Kynningarfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, SÍMEY verður í húsnæði Einingar Iðju á Siglufirði þann 5. september nk. frá kl. 17:00 – 18.30.

Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum

Langar þig að fara á námskeið, fá ráðgjöf eða kynna þér raunfærnimat? 

Kynning verður á því hvernig raunfærnimat  getur stytt þér leið að t.a.m fisktækninámi eða félagsliðanum. Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Einnig verður kynning á námskeiðaframboði vetrarins og veitt almenn ráðgjöf um námskeiðaval og annað sem Símey gæti stutt ykkur með.

Þá er fyrirhugað að náms- og starfsráðgjafi komi reglulega á Siglufjörð nú á haustmánuðum.

Heitt á könnunni.

Allir velkomnir!