Sítrónumús með lakkrísskífu – uppskrift fyrir 5-6
- 250 g mascarpone ostur
- 2 dl sýrður rjómi
- 1 dl lemon curd
- hýði og safi úr 1 sítrónu
- lakkrískaramellur
Hrærið saman mascarpone, sýrðum rjóma og lemon curd þar til blandan verður létt í sér. Smakkið til með sítrónusafa og fínrifnu sítrónuhýði (passið að rífa bara efsta hlutann). Setjið sítrónumúsina í skálar og geymið í ísskáp þar til hún er borin fram.
Setjið lakkrískaramellurnar á bökunarplötu klædda smjörpappír. Passið að hafa gott bil á milli þeirra því þær renna út í ofninum. Setjið í 225° heitan ofn í um 5 mínútur eða þar til þær hafa runnið út í þunnar skífur. Passið að þær brenni ekki. Látið kólna.
Stingið lakkrísskífu í sítrónumúsina og berið fram.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit