Út er komið tónlistarmyndband við lagið Sleep on it sem kom út 26. júní. 

Myndbandið var tekið upp á Íslandi og Einar Egils leikstýrir en með aðalhlutverk fer Tómas Lemarquis. Tómas hefur leikið í stórmyndum eins og Blade Runner 2049 og X-Men: Apocalypse.

Sögusvið myndbandsins er eilífðarpartý þar sem heimurinn hefur stefnt í heimsendi í mörg ár. Gestir partýsins eru fastir í atburðarás sem endurtekur sig þangað til þau fórna Eivør til að losna úr ástandinu.

Lagið fjallar um það að þurfa að taka ákvarðanir, stundum þarf að taka rangar ákvarðanir til að taka þá réttu. Lagið er það fyrsta sem Eivør samdi fyrir væntanlega plötu og varð til eina andvöku nótt í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum.


Eivør, sendir frá sér nýja plötu 18. september, sem mun heita „Segl“, og fylgir eftir hinni frábæru „Slør“ sem kom út 2016.