Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar færði Fjallabyggð skjöld með merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2021 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina. 

Var það Ægir Ólafsson sem færði Fjallabyggð skjöldinn og tóku Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu,- frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi við gjöfinni.

Fjallabyggð þakkar Sjómannadagsráði farsælt og gott samstarf en sjómannadagshátíðin er í alla staði stórglæsileg og sómi af því starfi sem unnið er bæði í aðdraganda hátíðar og á henni sjálfri.

Myndir/Fjallabyggð