Sjúkraflutningaskólinn hélt 54 námskeið á árinu 2024 með samtals 572 þátttakendum. Boðið var upp á fjölbreytt námskeið, þar á meðal grunnnám í sjúkraflutningum, framhaldsnám og endurmenntun, sem eru opin fyrir viðbragðsaðila víða um land – eins og slökkviliðsmenn, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk.
Hlutverk Sjúkraflutningaskólans, samkvæmt samningi milli Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkrahússins á Akureyri, er að skipuleggja, stjórna og sjá um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi. Skólinn starfar samkvæmt námskrá Landlæknisembættisins en tekur einnig mið af námskrá bandarískrar bráðaþjónustu.
Ársskýrsluna má finna hér: https://www.ems.is/…/Ars…/sj.skolinn-arsskyrsla-2024.pdf
Mynd/SAk