Listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir stóðu fyrir smiðjum í gerð handbrúða.

Í þessum smiðjum lærðu þátttakendur að búa til handbrúður og brúðuleikhús.

Unnið var með fjölbreyttar aðferðir og efni. Verkefnið var hugsað fyrir börn á aldrinum 7-13 ára. Verkefnið byggðist á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið var með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga.

Eins og sjá má á myndunum stóðu krakkarnir sig allir sem einn framúrskarandi vel!

Aðsent